VERK

 
MOVING REYKJAVÍK

Moving Reykjavík er meistaraverkefni mitt í landslagsarkítektúr frá Arkitektur- og Designhögskolen i Oslo. Í verkefninu er Reykjavík sett í alþjóðlega forystu við að sameina samgöngur og náttúru í vaxandi borg. Verkefnið ögrar grundvallarhönnun á núverandi gatnakerfi borgarinnar sem byggir á flokkun gatna með útilokun líkt og botnlöngum. Það umbreytir kerfinu í samtengt net gatna þar sem flokkun er útfærð með breytingum á rými með áherslu á mannlegan kvarða. Í verkefninu er lögð áhersla á vistvæna og hæga samgöngumáta með deilihagkerfið í forgrunni. Þannig verður borgin öruggari, mengun minnkar og vistspor okkar sem þjóð minnkar gríðarlega. Þetta verkefni er kynnt sem raunhæf leið að metnaðurfullu markmiði.

 
LILLESTRØM CITY

Verkefnið fjallar um að umbreyta núverandi samgöngumannvirkjum í Lilleström í átt að skilvirkara og öruggara kerfi með rannsókn á hreyfanleika fólks og hönnun gatna. Það tengir saman ólíka samgöngumáta í nærumhverfinu og veitir gagnrýna innsýn í samræður um framtíðarsamgöngur og lífsgæði í almenningsrýmum.

 

Verkefnið hlaut verðlaun frá Statens Vegvesen haustið 2011 – EXCELLENCE IN TRANSPORTATION ARCHITECTURE

KORPUGARÐUR

Verkefni þetta er hluti af áfanganum Heildstætt og hagnýtt skipulag. Áfanginn er hluti af meistaranámi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Tillagan snýst um að minnka útblæstur gróðurhúsalofttegunda, minnka álagi á auðlindir jarðar og auka stuðning við líffræðilegan fjölbreytileika.Þar er lögð áherslu á að skapa heildstætt og heilbrigt samfélag sem að yrði andstæðan við þá félagslegu einangrun sem bíllinn hefur skapað nútíma samfélagi.