SÆKIST EFTIR FORYSTUSÆTI Í
PRÓFKJÖRI PÍRATA Í REYKJAVÍK
UM MIG

Ég heiti Sigurborg Ósk, er þrjátíu og þriggja ára, alin upp á Kjalarnesi en bý nú í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt eiginmanni mínum Birni Hákoni og tveimur sonum, þeim Sveini Jörundi og Frey Völundi.

 

Frá því ég man eftir mér hef ég barist fyrir tilverurétti allra, jafnt manna, dýra og náttúru. Við höfum tækifæri til þess að sameina samgöngur og náttúru í vaxandi borg og það er grundvallaratriði að leggja meiri áherslu á vistvænar samgöngur. Borgarlína er lykillinn að skilvirkara og réttlátara samgöngukerfi en við höfum í dag. Með henni haldast í hendur fjölbreyttir samgöngumátar þar sem deilihagkerfið þarf að vera í forgrunni. Þannig verður borgin öruggari, mengun minnkar og vistspor okkar líka.

Ég hef víðtæka menntun tengda umhverfis- og skipulagsmálum. Ég útskrifaðist af listnámsbraut árið 2006, kláraði BSc. í umhverfisskipulagsfræðum árið 2010 og MSc. í landslagsarkitektúr árið 2012. Ég er ennfremur hálfnuð með MSc. gráðu í skipulagsfræði. Undanfarin ár hef ég unnið hjá Yrki Arkitektum og sinnt stundakennslu við LbhÍ samhliða setu minni í Umhverfis- og skipulagsráði.

 
GREINAR
 
INSTAGRAM
 
VERK

MOVING REYKJAVÍK

LILLESTRØM CITY

KORPUGARÐUR

 
STUÐNINGUR
 

"Sigurborg Ósk hefur yfirgripsmikla þekkingu á viðfangsefnum borgarstjórnar, er stöðugt að bæta við sig þekkingu og tekur ætíð upplýsta ákvörðun. Henni þykir vænt um lýðræðið og hefur þá sýn að "íbúar taki þátt í að móta framtíðarsýn Reykjavíkur." Ég styð því heilshugar framboð Sigurborgar í forystusæti Pírata í Reykjavík."

Svanur Kristjánsson

F.v. prófessor í stjórnmálafræði

FUNDIR OG VIÐBURÐIR
 • Heimboð til frambjóðanda
  lau., 24. mar.
  Bárugrandi
  24. mar. 2018, 15:00 – 23:00
  Bárugrandi, Bárugrandi, Reykjavík, Iceland
  Kæru vinir Mig langar til þess að bjóða ykkur í heimsókn til mín næstkomandi laugardag, 24.mars milli 15:00 og 23:00. Síðustu dagar og vikur hafa farið í stefnumótunarvinnu fyrir Pírata í komandi borgarstjórnarkosningum en nú er prófkjörið hafið og stendur yfir til 26.mars.
  Share